Veturinn komin?

Hæ allir.

Við komum heim frá London á mivikudagskvöldið var, síðan hefur verið mikið að gera. Ég hefði viljað blogga fyrr en svona er nú bara það. Ferðin var mjög góð en strembin. Okkur tókst að fara í Covent Garden annan eftirmiðdaginn til að rifja upp rómantískar minnigar frá Lundúnarárunum. Að öðru leiti var engin tími til “prívat” gamans, komst ekki einu sinni í M&S og er nú þá mikið sagt. Ég sem ætlaði sérstaklega þangað til að kaupa mér nokkur bólstruð silki herðatré. Geri það næst.

Vinir okkar komu og sóttu okkur á flugvöllinn en vegna fótboltaleiks og óeirða í kjölfar hans, svo og forsýningar á kvikmynd í West End, tók ferðin 3 tíma svo við bara skutum farangrinum inn á hótel og fórum svo með þeim að borða. Þau tóku okkur á franskan veitingastað í eigu vinar þeirra, geysilega góður matur og skemmtilegt umhverfi. Hótelið okkar sem við höfðum hlakkað til að kynnast sveik ekki, starfsfólkið frábært og herbergið, sem við vorum búin að sjá á netinu, gerði meir en að standa undir vonum. Eitthvað það besta rúm sem við höfum sofið í. Morgunverðurinn borinn upp á herbergin því það er engin borðstofa í hótelinu. Og engin smá morgunverður, hann hefði nægt 4. Svo eftir að hafa borðað yfir sig fyrsta daginn fórum við á kaupstefnuna. Þar gekk svo dagurinn eins og alltaf á svona stefnum, ganga um og hitta fólk, reyna að selja sjálfan sig og kaupa aðra, standa á básnum og selja Benidorm og Espis. Við áttum marga góða fundi, m.a. með Iceland Express. Gagnlegur fundur fyrir báða aðila og verður samræðum haldið áfram yfir e-mailið . Þetta fyrsta kvöld vorum við svo í veislu forseta Valenciu þar sem Costa Blanca var kynnt sem sumarleyfis staður. Spænskur matur og vín. Seinni daginn okkar vorum við í hádegisverði hjá fyrirtæki sem við vinnum með og um kvöldið mikil veisla sem ferðamálaráð Spánar bauð til í einu stærsta diskóteki Lundúna. Þeir höfðu futt inn dansara og fleiri skemmtikrafta. Ég fór snemma heim til að pakka og hvíla mig því ég hafði misstigið mig á fyrsta degi og er einn slæm í fætinum, en Gabriel dansaði fram á nóttu með okkar fólki. Miðvikudagsmorguninn höfðum við svo til að skreppa í göngutúr áður en við fórum á flugvöllinn. Svo ég komst ekki í neitt jólaskap eins og ég hafði vonað, en bæti úr því í Stokholmi. Förum þangað á sunnudaginn kemur og hvað við hlökkum til, 8 dagar í afslöppun…+ 2 í ferðalagið fram og til baka. Stokholm er alltaf falleg, en aldrei eins og fyrir jólin. Veðrið í London var gott, sól og hlýrra en við höfðum átt von á.

Hér er hins vegar farið að kólna. Í gær voru 7C kl. 19.00 þegar við vorum að fara í súpermarkaðinn. Sama var í fyrradag. En sólin skýn allann daginn. Við sem hér búum erum komin í jakka og úlpur en ferðamennirnir eru á stutterma buxum og bolum. Auðvitað er mjög hlýtt þegar maður liggur á ströndinni en það er nú heldur mikið að ganga svona léttklæddur um bæinn, eða hvað?

Í dag ætla ég að gera tilraunir í eldhúsinu. Keypti fullt af ýmiskonar grænmeti og hef allt of margar hugmyndir, því valla elda ég marga rétti??? Blogga um það síðar. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.