Komið kvöld.

Frídagurinn næstum á enda. Ég eldaði þennan fína saltfiskrétt en aulinn ég fattaði ekki að það þarf að útvatna fiskinn (af því hann er vakumpakkaður) svo snemma í morgun þvoði ég hann vel og lét hann svo liggja í rennandi vatni allan morguninn. Rétturinn er frábær, nema fiskurinn var of saltur. Geri betur næst. Kartöflumúsin sem Ragnar Freyr hafði með var heldur sterk af hvítauk, þó notaði ég bara 6 rif en hann 10. Á morgun ætla ég hins vegar að gera góða sósu (nota allt úr fiskréttinum nema fiskinn), hita kartöflumúsina og bæta í hana rjómaosti og mjólk og spæla egg yfir. Held það gæti orðin nokkuð gott.

Með matnum drukkum við rauðvín!!!já okkur líkar það yfirleitt betur en hvítt með mat. Hvítt drekkum við meira sem fordrykk.  Vínið var frá Enrique Mendoza, sonur hans er góður kunningi okkar og við heimsækjum “bodeguna” þeirra reglulega. Það heitir Santa Rosa og er frá árinu 2003. Þetta er drotningin í þeirra vínhúsi. Berin í vínið eru sérstaklega valin úr mismunandi brejategundum og síðan látin liggja í 19 mánuði á nýrri franskri eik. Eitthvað það besta vín sem við fáum, venjulega kaupum við það sérstaklega fyrir jólin, en í hvert sinn sem við komum þangað í heimsókn kaupum við Santa Rosa ef hún er til, þeir framleiða svo lítið af þessu frábæra víni, enda ekki stór vínbúgarður. Ég opnaði flöskuna klukkutíma fyrir matinn svo vínið fengi að anda næginlega og það borgaði sig svo sannanlega.

Hvíta vínið frá þeim er eitthvað það allra besta sem við fáum. Svo í minni síðust heimsókn sem var fyrir tveim vikum keypti ég kasa af hvítu víni og annann af Santa Rosa. Fyrir utan þetta eru þeir með ýmis önnur vín sem eru mjög góð, það eina sem ég get ekki drukkið eru vín úr Sirach berjum, ég hef ofnæmi fyrir þeim. Rosalega þurr og sterk með miklu tanin. Þó er í lagi ef lítið magn af þeim er í t.d, Crianza víni.

Svo við áttum afslappaðan dag, borðuðum, horðfðum á sjónvarp og tókum síesta.

Á morgun fer á ég á skrifstofuna því skrifstofudaman okkar verður í fríi, annars myndi ég ekki mæta fyrr en á mánuag. 

Blogga eftil vill yfir helgina. Er ekki búin að ákveða matseðilinn eða hvort við borðum úti. Svona er lífið á Spáni, fjölskyldur eða vinir borða venjulega saman úti á sunnudögum, aðrar máltíðir eru því léttar. 

Fært undir Matur.

2 ummæli við “Komið kvöld.”

  1. Þórey ritaði:

    Forvitnileg umræða um vín. Ætla að kanna hvort þetta sé til í vínbúðum Átvr á íslandi. Alveg sammála þér með rauðvínið. Drekk rauðvín líka yfirleitt með mat, og er að mestu farin að láta hvítvínið eiga sig. Held ég hafi drukkið yfir mig af hvítvíni úti á Lanzarote forðum. Gæti trúað því að við höfum líkan smekk á vínum. Ég er ekkert hrifin af vínum með sterku taníni.

  2. Kristín mágkona ritaði:

    Í gærkvöldi eldaði ég fyrstu máltíðina í húsi ömmu og afa í Vík. Það voru kjúklingabringur með einum heilum hvítlauk, broccoli, blómkáli og sætum kartöflum í tomatpastasósu. Sérstök samsetning sem kom til af því að ekki eru ennþá mikil skrælingartæki og tól komin í hús, né heldur úrval af kryddi, en rétturinn smakkaðist ótrúlega vel með rioja sem ég veit ekki hvort er með mikið eða lítið tannín, ég hnerraði amk ekki af því. Ætla að kynna mér lífrænt ræktuð vín á næstunni og nýjan íslenskan bjór sem ku vera án allra aukaefna. Bkv, K.