Sorg og reiði.

Það ríkir mikil sorg og reiði hér á svæðinu núna. Bæjarstjórinn í litla fallega þorpinu Polop (þar sem við Gabriel eyddum brúðkaupsnóttinni) var myrtur. Skotið var á hann fyrir utan hús hans á föstudagskvöldið þegar hann var að koma heim. Hann særðist alvarlega og var í hættu í tvo daga en þá var tilkynnt að hann væri komin úr lífshættu en alvarlega særður. Sama dag dó hann svo. Ungur maðuir, ári yngri en ég.

Þetta er einsdæmi hér á þessum hluta Spánar þar sem morð almennt eru sem betur fer mjög fá og árásir á stjórnmálamenn óþekktar. Auðvitað erum við öll mjög meðvituð um ETA og þeir höfðu það að markmiði sínu einu sinni að myrða sem flesta stjórnmálamenn og lögreglumenn, en slíkar aðgerðir þeirra teygðu sig aldrei hingað niður í land. Hér hafa þeir lagt áherslu á að sprengja byggingar á sumarleyfisstöðunum við ströndina. Skemmst er að minnast þess er þeir sprengdu hótel hér á Benidorm fyrir 4 árum.

ETA er ekki grunaðir um þessa árás á bæjarstjórann, en engin hefur verið handtekinn enn, þó segir lögreglan að þeir séu með grunaða og vonandi að þeir nái þeim seka/seku.

Hér er farið að hausta. Hitinn kominn niður undir 20C og léttar rigningar verið sl. daga, en spáin fyrir restina af vikunni er sól og blíða.   

Fært undir .

Ein ummæli við “Sorg og reiði.”

  1. Sigga Rúna ritaði:

    undir 20 gráður…enn leiðinlegt..hihihiiii
    Hér er komið frost og allir sandkassar því mjög óspennandi :-)