Biðröð á morgun.

Jæja, í fyrramálið ætlum við Binni, ég og Guðjon stóri að fara á fætur kl. 05.30 til að fara í biðröðina við lögreglustöðina…

Ég var komin á fætur kl. 06.00 í morgun og hefði allt eins getað farið þá en það var jú ekki ákveðið, svo nú er að fara að sofa fljótlega, eða þannig. Læt ykkur vita hvernig gengur.

Sigga Rúna tengdadóttir mín elskuleg kommentaði á bloggið mitt í morgun, hún er sem betur fer dugleg við það. En ég vil leiðrétta hitastigið, þegar ég sagði að það væri komið niður undir 20C þá er það auðvitað enn yfir það. Í dag höfum við haft sól og 24C, en kalt hefur verið í skugga.  

Ég er að hlusta á Bænir með Ellen Kristjánsdóttur, fæ aldrei nóg af þessum disk né fyrsta disk Eivör.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.