Aftur rignir.

Eftir að hafa lært um og séð skemmdir sem fólk sem ég þekki varð fyrir í rigningunum/flóðunum á þjóðhátíðardaginn okkar, fékk ég vægt áfall þegar í dag byrjaði að rigna og í kjölfarið þrumur og eldingar, eða öllu heldur eldingar og þrumur því þannig virkar þetta. En sem betur fer var rigningin hvorki mikil né stóð lengi yfir. Nú er að koma kvöld og fallegt að líta yfir sjóinn og sólina sem gægjist undan skýjunum. Annars er lítið búið að gerast síðan um helgina, verið að hreinsa og það sama gildir um okkur, 2-3 cm. leir sem sat eftir í bílskúrunum þar sem við höfum lager, tekur tíma að hreinsa svo vel sé. 

En ég hef verið óvenju dugleg í skó og töskukaupum, ég sem helst kaupi aldrei neitt:-o) Ég er búin að kaupa tvær tökur, belti í stíl við aðra, 10 evru gullfallega, gullslegna bandaskó og svört leðurstígvél, mjög flott fyrir 39 evrur. Með svona verð fæ ég ekki samviskubit. Ég er að fara í sumarfrí/haustfrí alein…fer til Torremolinos í 6 daga. Bókuð inn á fínt hótel og ætla að keyra þessa 7-8 tíma sem það tekur að komast þangað, með fult af bókum og njóta lífsins. Heimsækja gamla vini, fólk og þorp. Mest hlakka ég til að fara í mörg af mínum uppáhalds þorpum þarna fyrir sunnan. Ef vel liggur á mér keyri ég kanske með vegabréfið í annari hönd til Gibraltar og endurlifi þá tilfinningu sem greip mig þegar ég kom þar 1992, litla Bretland! Ég tek tölvuna með mér og skrifa kanske bara litla ferðasögu, hver veit.

Svo kem ég heim 1. nóvember og 11. nóv. förum við Gabriel til London á World Travel Market, stoppum stutt,, heim aftur 14. síðan rúmri viku seinna förum við til Stokholm í 10 daga, verðum fyrstu aðventuhelgina í STO. Vinkonur mínar þar frá Flugleiðaárunum eru að plana eitthvað skemmtilegt og Gabriel er bún að bóka sig í köfun. Hann mun í fyrsta sinn kafa í þurrbúning, en það er sá búningur sem menn kafa í, í svona köldu vatni. Fyrst þarf hann að vera eitt kvöld á námskeiði og svo kafar hann heilan dag. Svo það er heilmikið framundan. Ég skráði mig í vinnu um jólin (af góðmensku) því allir starfsmenn vilja jú vera í fríi, en gestirnir þurfa þjónustu. Svo er fólk að koma inn líka, nokkrir sem koma á jóladag. Svo ég verð á þeytingi, en það er jú líka gaman. Í dag langaði mig að taka fram jólalögin og byrja að spila, það gerir veðrið skiljið þið!!! Kertaljós, heitt kakó með brandy og jólatónlist. Hvað gerist betra?

Fært undir .

Ein ummæli við “Aftur rignir.”

  1. Sigga Rúna ritaði:

    Hæ skvís, svakalegt að sjá þetta í fréttum með Calpe, og auðvita leiðinlegt að heyra að þið urðuð fyrir tjóni í geymslu. Gott hjá minni samt að versla og gera sér dagamun:-) Flakk á þér á næstunni og dauðöfunda ég þig af því, væri alveg til í frí.
    Hér er bara mikið myrkur… og líka sólargeisli sem sagði HÆ við ömmu sína í símann í dag!!! Hún lýsir upp myrkrið :-)
    Farin að hátta, vinna í fyrramálið. besos.