Neyðarástand?

Er ekki búið að senda út neyðarástsnds viðvörum í Valensíuhéraði. Í gærkvöldi byrjaði að rigna hér á Benidorm og víðar í héraðinu og nóttin var eins og stórstyrjöld væri skollin á slíkar þrumur sem héldu bæjarbúum vakandi. Ég hef nokkrum sinnum í morgun haldið að rúðurnar í húsinu hlytu að brotna því þrumurnar eru svo nærri og svo sterkar að það titrar allt. Og rigningin er engu lík, ég veit ekki hvað rignt hefur mörgum lítrum á klst. en það er gífurlegt og ekkert lát á. Ég sit hér við borðstofuborðið með kertaljós allt um kring og vinn á tölvuna. Í dag er þjóðhátíðardagur Spánar og mikil hátíðarhöld í Madrid, hersýningar ofl. Þar er glaðasólskyn og konungshjónin og fjölskylda prúðbúin við dagskrána. Á meðan erum við að rigna í kaf. Ég fór út á terrras í morgun til að huga að plöntunum og hleypa úr pottinum því þó hann sé með loki kemst rigningarvatnið inn undir og ekki vildi ég að hann flæddi yfir. Ég setti sturtuhettu yfir hárið áður en ég fór og hefði betur farið nakin því flíkin sem ég var í varð svo gegnblaut að ég þurfti að fara úr henni í hurðinni til að bleyta ekki öll gólf. En þetta er skemmtileg tilbreyting. Gabriel er á helgarvakt svo hann er úti að hleypa gestum inn og út úr íbúðum. Verður líklega þokkalega blautur.

Við fengum skemmtilega heimsókn í gær. Inga og Rico heita hjón sem búa í Hollandi en hófu búskap á Íslandi, í litlu íbúðinni ókkar Guðjóns í Snælandinu. Það giftu þau sig og eigniðust sitt fyrsta barn sem ég passaði eftir að hún fór aftur að vinna. Svo fluttu þau í eigin húsnæði, eignuðust fleiri börn og fluttu síðan til Hollands, en hann er hálfur Hollendingur. Þar hafa þau svo búið lengi. Við Inga tókum upp samband aftur fyrir stuttu og svo skemmtilega vildi til að þau voru á leið til Alicante til að spila golf svo ákveðið var að hittast. Þau komu síðan til Benidorm í gær og voru hér í nótt. Við borðuðum saman í gærkvöldi, Guðjón, Gabriel, ég, systir Gabriels og gestirnir. Síðan komu þau hingað heim í morgunmat í morgun áður en þau héldu á flugvöllinn. En það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að við höfðum ekki sést í 27 ár!!! Og auðvitað hafði ekkert okkar breyst, aðeins elst, en ósköp lítið. Ég er með hugann hjá þeim núna þar sem þau keyra til Valencia á flugvöllinn þar í þessu veðri og eins víst að ekki sé hægt að fljúga. En mikið áttum við saman skemmtilegan tíma þó stutt væri. Gerum betur næst.

Ég blogga svo um ástandið að rigningarlokum. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.