Rigning og rafmagnsleysi.

Það ringdi svo rosalega hér í fyrrinótt að annað eins hefur ekki sést lengi. Allt fór á flot. Svo í gærmorgun þegar fólk mætti til vinnu í miðbænum var ekkert rafmagn. Það kom þó fljótlega en ekkert símasamband allan daginn. Ráðhúsið hálfóstarfhæft vegna þess að engin tölvutenging var virk, sama með bankana. Við bara hoppuðum aftur fyrir tölvuöldina. Espis hélt áfram sínu daglega puði nema auðvitað tölvulaus. Eva skrifstofustúlkan okkar uplifði sig eins og Palli var einn í heiminum, kvartaði og kveinaði allan daginn þó svo það væru miljón hlutir sem hún gat gert án tölvu. Gaui, Binni og Co. þurftu hins vegar að loka og fara heim. Tölvufyrurtæki getur jú ekki mikið gert ef ekkert er sambandið.

Ég fór með Birgittu vinkonu minni út að borða í gærkvöldi og svo fórum við á Benidorm Palace að sjá þessa líka stórkostlegu danssýningu sem þar er. Frábært kvöld.

Í dag ætla ég aðallega að vera löt, en hef nokkur verkefni sem þarf að vinna. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.