Jólin komin?

Komin laugardagur og helgin hafin. Veðrið heldur áfram að vera skrítið. Skýjað en mjög heitt, rakinn mjög mikill. Af og til sýnir sólin sig. Þó er auðvitað mikið af fólki á ströndinni, þetta er jú besta veðrið til að njóta strandlífsins.

Ég hef svo sem ekki sett mér neina dagskrá í dag, hef verið að lesa hin ýmsu blogg á mbl.is og fræðast þar um skoðanir manna á málefnum sem hæst bera á Íslandi. Skemmtileg lesning.

Þó er auðvitað stór dagur í dag, Gaui fékk mig til að samþykkja að elda hamborgarhrygg fyrir þá bræður og vin þeirra íslenskan. Svo í morgun er ég búin að sjóða rauðkálið, því það verður jú að vera heimasoðið og síðan mun ég nota eftirmiðdaginn til að dunda við eldamensku. Ætla að hafa grænmeti matreitt á spænska vísu í forrétt. Húsið lyktar eins og á Jóladag. Namm, hvað ég hlakka til…en hrygginn geta þeir borðað.

Fært undir Matur.

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.