15. ágúst, dýrlingadgur.

Dýrlingadagur, hvað er það? Jú, allir dýrlingar kaþólskar trúar eiga sér “nafnadag” sem er almennur hátíðisdagur á Spáni. Ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað þessir dagar eru margir á ári, en þeir eru mis-merkilegir. Sumir dýrlingar fá margra km. skrúðgöngur í tilefni dagsins, aðrir minna. Þó er það breytilegt eftir héruðum. María mey t.d. hefur ansi marga daga á ári því hún hefur svo mörg verkefni blessuð konan, hún er dýrlingur þjáninganna, fiskimannanna, upprisunnar, móður hlutverksins og þá sem móðir okkar allra. Skrúðgöngurnar sem gengnar eru á Maríu dögum eru endalausar, líkneski hennar er borið fremst og þá erum við ekki bara að tala um litla styttu. Mest eru hátíðarhöldin þegar hún er heiðruð sem dýrlingur sjómananna, þá eftir miklar skrúðgöngur er siglt með hana út í hafnarmynni sjávarplássanna og henni “drekkt”, þ.e. líkneskið er látið síga í hafið og er þar sólarhring áður en það er hýft upp aftur. Þetta er til að vernda líf sjómanna og veita góðan afla.

En, við hjónin boruðum með mörgum fjölskyldumeðlimun Gabriels í dag. Hann byrjaði daginn á að kafa, ég að vinna á skrifstofunni!!! Síðan fórum við á veitingastaðinn þar sem fjölskyldan borðar alltaf saman þegar á að borða Paellu. Við vorum 15, allt frá föðurfjölskyldu hans, 5 komin alla leið frá Frakklandi. Hann var sá eini af systkyninum sem er dæmigert fyrir fjarskylda ættingja, elsti karlmaðurinn í hverri fjölskyldu hefur mikliu hlutverki að gegna. Ekki þar fyrir að “spænski” parturinn, þar er þeir sem eru búsettir hér hittast oft og þá eru systurnar með hafi þær tíma…

Eftir að hafa borðað ca. 10 forrétti kom loks Paellan, og eins og alltaf stórkostleg. En mér var hugsað til Íslands og landa minna þegar verið var að borða grillaðar sardínur sem Spánverjar elska. Þeir taka sardínuna í einum bita, halda um hausinn á henni og sporðrenna restinni, beinagrindin kemur svo í heilu lagi ásamt hausum út úr munninum á þeim. Ekki minn stíll.

Annars er sardínan mjög merkileg í spænskri menningu, en þó aðalega á Kanarý eyjum, þar er sardínu skrúðganga árlega sem endar með því að blessaðri sardínunni er drekkt að lokum.

Er eki komin tími ti að segja “góða nótt”.

Fært undir .

2 ummæli við “15. ágúst, dýrlingadgur.”

  1. Þórey ritaði:

    Æ hvað ég væri til í að hafa svona dýrlingadaga hérna á íslandi. Það væri fínt. Kannski að ég fari bara að íhuga það að gerast kaþólsk. Nei suss, veit það ekki svei mér þá.

  2. Sigga Rúna ritaði:

    Sveimérþá, ég vissi að ég saknaði matarins á Spáni en ekki af hverju?? Kannski af því að hann tengist ÖLLU mögulegu, ekki bara hefðir og hátíðir, dýrlingadagar og fleira, heldur líka að gera sér dagamun….
    En það virðist vera sem svo að ALLIR dagar eru SÆLKERADAGAR!!!!! og namm namm nammm, ekki skrýtið að ég bætti á mig 8-10 kílóum á tæpu ári sem ég bjó þarna!! Ég sakna enn matarins….
    Knús, sérstaklega frá Töru rólumeistara!