Matur, matur og meiri matur.

Komin heim eftir að hafa borðað hefðbundin sunnudagsmat á veitingahúsi við ströndina. Veitingahús sem við veljum nær alltaf á sunnudögum. Þar sitjum við í mölinni undir sólhlífum og borðum. Staður sem íslenskum ferðamönnum dytti aldrei í hug að heimsækja. Spánverjar, fjölskyldur eða vinir borða venjulega saman á veitngahúsum á sunnudögum. Þarna vorum við með frænda Gabriels, konu hans og tveim dætrum. Fyrst fengum við brauð, alioi sem er hvítlauks maiones, marin tómat og niðursoðnar paprikur. Salat og sardínur. Svo kom Paellan…OH, hvílíkur unaður. Og eins og Alcoy manna er siður borðuðum við beint úr pönnunni, það er ótrúlegt hvað bragðið breytist þegar búið er að setja Paellu á diska. Að lokum fengu sumir sér eftirrétt og síðan kaffi. Það er eitt sem Íslendingar eiga erfitt með að skilja, Spánverjar drekka aldrei kaffi með eftirréttinum/tertunum heldur enda þeir á kaffi og líkjör. Að svona máliðið lokinni er bara eitt að gera, fara heim og taka siestu…

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.