Dagur 5, sunnudagur.

Ég er hægt og rólega að koma til. Í gær fór ég út í fyrsta skipti. Systursonur Gabriels hélt upp á 15 ára afmæli sitt og fór öll fjölskyldan að borða saman. Það var skrambi erfitt að hafa ekkert undir fæturnar en ég gleymdi verkjum fljótt því félagsskapurinn var skemmtilegur. Svo kom Óskar Marinó og foreldrar í heimsókn í gærkvöldi og við skemmtum okkur vel eins og venjulega Óskar og ég. 

Nú er Gabriel í kafi en meiningin er að borða Paellu í dag með frænda hans og fjölskyldu sem búa uppi í fjöllunum og eru hér í helgarfríi. En fram að því ætla ég að reyna að liggja í sólbaði.

Ég fékk lítinn gest í morgunmat, hann Bragi klóraði í hurðina. Bragi er kisan hans Gaua og kemur hér reglulega að sníkja sér mat og láta klóra sér. Hann er sérvitur köttur, vill bara kattarkex á meðan Xeno, Binna kisa kýs helst harðfisk þegar hann  kemur. Sem er sjaldan því hann er svo mikill hefðarköttur að hann vill að fólk komi til sín og þá með harðfisk meðferðis.

Njótið dagsins.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.