Slösuð heima.

Meiri bansettur klaufi sem ég er. Fór í gær í æðislega ferð með Gumma, Toný og Óskari Marinó. Fórum upp í fjöllin til Alcoy og eyddum deginum þar. Ég gat sýnt þeim eitthvað fallegt og áhugavert, vön skoðunarferðum þangað og þetta er jú fæðingarborg Gabriels. Eftir að við komum til Benidorm fengum við okkur að borða á mjög góðum indverskum stað og svo heim. Toný og Óskar löbbuðu með mér úr bílnum í mitt hreiður og haldið ekki að mér hafi tekist að hrynja niður stiga á milli hæða hér úti. Auðvitað á háum hælum;-) Fékk smáskurð sem þó blæddi helv. mikið úr á vinstra hné, snéri vinstri öklann, og stóra tá á hægri fæti ásamt þeim tveim næstu bólgnar og bláar ein og ófreskjur, auk þess sem ég er með stóra bólgu á vinstri handlegg. Hallærislegt. Gabriel sagði; það var eins gott að Toný og Óksar voru með þér annars hefði fólk farið að giska á allt annað og horfa í áttina til mín… versta var að hvítu fínu buxurnar mínar rifnuðu illa og voru auk þess blóðugar svo ég þurfti að henda þeim.

Annars höfum við átt dásamlegan tíma saman. Óskar Marinó og amma eru kafandi í pottinum öll kvöld og alla sl. helgi. Ég var með allan hópinn minn í mat á laugardagskvöldið og aftur á sunnudaginn. Við grilluðum en auk þess gerði ég tilraunir með tvennt nýtt, humar og rækjurétt og fylltar kjúklingabringur. Ætlaði að lauma hér inn uppskriftinni af kjúklinga réttinum en er orðin svo ansi þreytt í sárunum svo ég ætla í rúmmið. En lofa að setja hann inn fljótlega, fyrir næstu helgi.

Látið ykkur líða vel.

Fært undir .

Ein ummæli við “Slösuð heima.”

  1. Jóna Helga ritaði:

    Elsku kerlingin,,þetta var ljóta biltan, og þú sem ert með meira-próf á háum hælum.