Ömmustrákur og uppskrift.

Nú er ömmustrákurinn hann Óskar Marinó hér ásamt foreldrum sínum. Eins og þið vitið væntanlega öll þá komu þau daginn sem ég fór til Osló. Við hittumst í hádegismat í fyrradag þegar ég kom heim. Ég kom beint af flugvellinum og fór í matinn þar sem öll fjölskyldan var saman komin. Hann hefur stækkað svo mikið síðan í mars er ég var á Íslandi, að ég tali nú ekki um þroskann sem auðvitað eykst með degi hverjum. Við vorum svo saman svolítið í gær og borðuðum saman í gærkvöldi. Litla fjölskyldan er að plana ferðalag til annara staða á Spáni og ætla að leggja upp á mánudaginn. Þau eru ekki ákveðin hversu lengi þau verða en tala um 4 daga svo amma fær strákinn fljótt aftur.

Uglur hafa sent mér uppskriftir í gegnum árin í uppskriftabók Uglanna sem ég hef haft í undirbúningi. Ekki er nú meiningin að gefa hana út á almennan markað heldur er hún hugsuð fyrir okkur sjálfar. Í Noregsferðinni bulluðum við nokkra rétti sem munu fara í bókina, svo erum við allar óhræddar og duglegar að prufa okkur áfram í eldhúsinu, þannig að mér sýnist sem bókin sé að verða nokkuð myndaleg. Ég skal skjóta einni og einni uppskrift hér inn til gamans. Byrja þá bara á sultuðum lauk sem ég geri oft og er hægt að borða með nánast öllu. Hann er þó sérstaklega góður með paté og grilluðum mat.

Ég hef meir að segja sultað á krukku og gefið í jólagjöf.

Hvítur eða rauður laukur, eins margir og þið viljið en 3-4 er ágætt. Skerið eða saxið laukinn, fer eftir því hvaða áferð þið viljið, ég læt mér venjulega duga að skera hann í þunnar sneiðar. Síðan skelli ég honum í pott með svolítilli ólifuolíu og hræri í þar til hann er mjúkur og fallegur. Þá helli ég balsamik edik yfir, tómat púrru (1-2 dósir, ef þið eruð með minnstu stærð) og smá púðusykri. Læt þetta svo malla þar til lögurinn er orðin þykkur, 20-30 mín. Hann geymist vel í ísskáp.

Njótið vel.

Fært undir .

Ein ummæli við “Ömmustrákur og uppskrift.”

  1. Jóna Helga ritaði:

    ummmmm :) haltu áfram að lauma inn uppskriftum, algjört sælgæti allt sem þú eldar elsku vinkona, er með matarást á þér eins og þú veist. Adios