Á leið til Osló.

Þá er komið að því. Ég fer til Osló í fyrramálið og hvílík martröð að pakka. Í fyrsta lagi má ég ekki hafa nema 15 kg í farangur og þar er rauðvínið auðvitað. Af hverju, jú eftir hriðjuverkaárásir á USA var bannað að ferðast með vökva, krem, varaliti…í handfarangri. Svo nú fer rauðvínið, ostarnir, snyrtiraskan allt í ferðatösku, sem hér áður hefði verið val geymt í handfarangri. Svo ofan á allt eru þeir svo hallaærislegir “Sterling” að þeir leyfa 10 kg í handfarangur, en bara eina tösku. Ég er vön að ferðast með litla dömutösku sem rúmar snyrtidótið, farseðlana og peningabudduna, en núna er ég með flugfreyjutösku undir þessa hluti, ekki syrtidótið því það verður að vera í ferðatösku. Sem betur fer er þessi ágæta taska á hjólum. Ferðataskan er þegar orðin 15 kg. En ég þarf að fara með sængurföt, hlý náttföt og ullarsokka því ég er að fara í óupphitað hús, og það er kalt og blautt í Osló núna. Rennandi sveitt vegna hitans hér pakkaði ég og er örugglega með öll röngu fötin. Hvernig á maður að fatta að hvítar buxur og hvítt pils með rauðu einhverju að ofan, rauðum g hvítum doppóttum skóm er bara ekki að ganga í Osló. Ég pakkaði þó hvítu pilsi og buxum, nokkrum rauðum blússum+rauðum og hvítum doppóttum skóm með hæl opnum í tána og með slaufu. Ég trúi ekki öðru en það komi sól. Annars hlakka ég mikið til, Uglur eru með skemmtilegustu konum á jörðinni og prógrammið er stórt. Svo núna þegar klukkan er 01.30 kveð ég ykkur ágætu lesenur og vinir og ég mæti með nýtt blogg á miðvikudaginn kemur.

Góða nótt.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.