Hún á afmæli í dag!!!

Tara Kristín Bergmann er eins árs í dag. Og auðvitað er hún flottasta og best gefna stúlkubarn í heimi. Hún er aðeins að byrja að ganga og nýtur lífsins í botn þessa daga sem hafa verið svo heitir og góðir á Íslandi. Til hamingju Tara Kristín.

Óskar Marinó hringdi í ömmu sína í gær til að forvitnast um vatnsrennibrauta garðinn Aqualandia, spurði hvort rennibrautirnar væru opnar og hvort amma vildi fara með honum þangað. Það var svo gaman að tala við hann, hann hefur þroskast svo mikið frá því ég var á Íslandi í mars, svo hefur hann aldrei verið mikið fyrir að tala í síma svo þetta var ný reynsla fyrir mig. Hann og fjölskyldan eru farin að hlakk mikið til að koma enda ekki nema vika þar til.

Ég er líka farin að hlakka mikið til að fara til Osló að hitta uglurnar og halda upp á 20 ára afmæli hópsins. Það er búið að skipuleggja dagskrá og stendur mikið til. Ég segi ykkur frá því þegar ég kem til baka. 

Allir eru hressir og kátir hér, enda annað ekki hægt þar sem hitinn er farin að teygja sig vel yfir 30C. Á þessum árstíma eru kvöldin stórkostlegust. Að sitja úti við kertaljós eftir að dimmir og telja stjörnurnar er notalegt. Eða sitja í pottinum með kalt hvítvín. Hvað er hægt að hafa það betra.? Það hefur verið mikið að gera í samkvæmislífinu hjá okkur, eða öllu heldur “út að borða” lífinu. Hér eru og hafa verið kunningjar og nú er hér Ragna “mágkona”, systir Guðjóns og Unnur Margrét dóttir hennar. Unnur varð 17. ára á laugardaginn og við fjölskyldan héldum upp á það á sunnudagskvöldið með stórkostlegum mat og góðu víni á veitingastsað í Altea. Þar sem Unnur M. er hér með vinkonum sínum héldu þær upp á afmælið á afmælisdaginn.

Jæja, áfram að vinna.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.