Úps, langt síðan síðast.

Ekki eins og maður hafi allan tíma í heiminum til að blogga. Eins og mér finnst það gaman, að ég tali nú ekki um hvað litla hjartað mitt hoppar þegar ég sé að einhver hefur kíkt á bloggið mitt. Ég er nefnilega með teljara.

Annars er allt hér lítð breytt, við kusum um sl. helgi og haldið ekki að hægri menn hafi sigrað/tapað. Þeir misstu 2 menn, en eru í meirihluta með 1 mann í borgarstjórn. Svo það er eins gott að þeir hagi sér vel næsta kjörtímabil. Þetta var bara hræðilega fúlt.

Í kostningunni í héraðsstjórn fyrir Valencia hérað sigruðu þeir örugglega, enda allir ánægðir með það sem þeir hafa verið að gera þar. Meir að segja ég. En á heildina litið þá stendur PP eða hægri menn upp úr eftir kostningarnar. 75% af landinu er blátt þegar skipuritin eru birt. Merkilegt hvað fólk er hrætt við að hleypa sósíal/jafnaðarmönnum að. En nóg um það.

Sólin skýn og hitastigið er um 30C. Sumarið komið. Mikið að gera í vinnunni og andinn góður. Við hjónin erum að fara til Murcia um helgina í afmælisveislu (ætlum að gista á hóteli), en áður en af því verður fer Gabriel til Murcia kl.06,00 í fyrramálið og kemur aftur í eftirmiðdaginn. Við förum svo á laugardagsmorgun. Hann kom frá Madrid um hádegi í dag eftir að hafa verið þar 3 daga og er þreyttur. Viljum komast heim eins fljótt og hægt er og ætlum að grilla og opna gott rauðvín, njóta svo þess að sitja á terrasinu og borða umdir stjörnubjörtum himni.

Júní kemur á morgun!!! Ups, hvað tíminn líður fljótt. Tara Kristín nálgast 1 árs afmælið sitt, 3. júlí og mér finnst hún ný fædd. En ég eldist ekkert…

Hafið gott kvöld og verið góð hvert við annað, (eins og Jónas segir).

Fært undir .

Ein ummæli við “Úps, langt síðan síðast.”

  1. Þórey ritaði:

    Hæ hæ og takk kærlega fyrir síðast. Mikið agalega hafði ég það nú gott á spáni. Gaman að hitta ykkur öll að vanda, mjög góðar móttökur og ég hefði satt best að segja verið til í að vera viku lengur. Hugsa að það styttist bara í að ég flytji þarna út til ykkar ;) Sé mig alveg fyrir mér hreiðra um mig í einni íbúðinni í Villa Marina. Geðveik bygging með ofurútsýni. Ekki slæmt.