Seinna á skírdagsmorgun.

Nú er kl.11.30 og ég komin aftur á skrifstofuna. Fórí bankann og búðir eftir morgunkaffið og ég fór gangandi. Undirbúin fyrir rigningu í úlpu. Kom til baka í svitabaði því sólin hellir geislum sínum yfir okkur. Þó það sé skírdagur er allt opið, opinberar skrifstofur sem annað. Þó er mun rólegra yfir öllu heldur en á venjulegum degi, nema auðvitað matvöruverslunum, þar er fjör. Ég gekk í gegnum farðinn fallega sem liggur upp frá ráðhúsinu í úlpunni með skjalatöskuna og tvo þunga poka í hvorri hendi. Fullt af fólki með eða án barna í garðinum, enda er hann unaðsreitur. Bílar með hljóðnema keyra um göturnar til og reyna að æsa okkur öll upp í að mæta á nautaatið á morgun. Þeir hafa hærra en venjulega því það er ekki á hverju sumri að nautabani úr frægustu nautabana fjölskyldu Spánar sést hér, að ég tali nú ekki um þann sem hér verður á morgun. Hann er sem sagt frægastur af þrem bræðrum sem koma úr frægum nautabana fjölskyldum í báðar ættir. Svo var hann giftur greifynju frá Malaga og á með henni dóttur en þau skildu. Nú er hann með náfrænku fyrri konunar en sú hefur ekki jafn háan titil, en best að halda sig innan sömu fjölskyldu. Öll slúðurblöð á Spáni hafa sérstakt dálæti á drengnum og því sem hann tekur sér fyrir hendur, og trúlega er þessi mikli áhugi til komin því hann segir aldrei mikið og hvílir því leynd yfir ástarmálum hans, samskiptum við fyrri konuna ofl. En hann er örugglega fallegasti maður sem gengur á jörðinni. Ég er búin að fá plagatið sem auglýsir morgundaginn, þar er auðvitað mynd af honum, en ég ætla ekki að hengja það upp í svefnherberginu heldur fer það til Íslands til vinar míns sem er að skrifa bók þar sem nautaöt koma m.a. við sögu. Hafið þið nokkurn tíma hugsað út í það hvað allir nautabanar virðast vera fallegir menn? Það er bara ótrúlegt. 

Þetta er í eina skiptið sem ég vona að nautið tapi, annars óska ég þeim alltaf sigurs.

Fært undir Blogg.

Ein ummæli við “Seinna á skírdagsmorgun.”

  1. Dísa og co. ritaði:

    Gleðilegt sumar elsku Kristín og Gabríel, dagatalið okkar segir að það sé komið sumar hjá okkur en samt er eins og vetur úti.