Skírdagur

Skírdagsmorgunn, sólin skýn en það er búið að spá rigningu. Fólk hefur verið að flykkjast í páskafrí. Sl.sólarhring hafa 48 manns dáið í bílslysum og er það heldur færra en á sama degi í fyrra en þá dóu 56. Um síðustu helgi, Pálmasunnudags helgina dóu 69.Þetta eru svo skelfilegar tölur að maður skilur ekki hvernig þetta er hægt. Hraðakstur og meiri hraðakstur, svo hjálpar aldrei til ef rignir.

Ég er að ath. með hótelgistingar í Madrid, við erum að fara þangað í langa helgi hjónin með enskum vinum okkar, í maí. Þá ætlumvið m.a. að borða á Íslenskum veitingastað sem er komin í hóp þeirra bestu í höfuðborginni. Staðurinn er í eigu Íslendings en kokkurinn er spænskur. En áður en af þessari ferð verður förum við í brúðkaup í Zumarraga sem er í Baskalandi. Það er nú bara um næstu helgi, förum þann 13.april (8 tíma keyrsla) brúðkaupið þann 14. svo erum við að hugsa um að taka 3 daga þar á eftir og fara til Sansebastian. Það er svo fallegt í Baskalandi og þó við séum búin að sjá góðan hluta af því þá er mikið eftir. Og maturinn þar fyrir norðan!!!!! 

Annars er það bara vinna og vinna, þatta er alltaf stór helgi hjá okkur Páskarnir. Benidorm full af Spánverjum í fríi. Það er mjög góð verkaskipting í fyrirtækinu þannig að allir fá eitthvað frí. Í dag Skírdag erum við með skrifstofuna opna og það eru líka bankar og verslanir, en þetta er samt öðruvísi dagur.

Nú ætlum við í kaffi.

Gleðilega páska.

Fært undir Blogg.

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.