Endalaus rigning.

Þá er ég búin að vera heima í 2 daga,sá þriðji að hefjast. Það hefur rignt nær stanslaust síðan ég kom, reyndar verið hlýtt. Í dag er spáð 20C en rigningin er hundleiðinleg. Fékk sem sagt nóg af henni á Íslandi. Svo töpuðu Íslendingar fyrir Spánverjum í fótboltanum á rennblautum velli, nánar eins og tjörn, í gærkveldi. Hundfúlt. Ég var bjartsýn og sagði að völlurinn kæmi Ísl. til góða því þeir væru svo vanir að leika í rigningu sem veslings Spánverjarnir eru ekki. En,nei það gekk ekki upp. Maður leiksins var tvímælalaust markmaður Ísl. Fréttamenn spænska sjónvarpsins gátu ekki hætt að hrósa snilld drengsins, sem hann átti 100% skilið. Svo ég byrja daginn frekar neikvæð sem auðvitað gengur ekki, síst fyrir tvíbura.

Hér sit ég á sloppnum og sötra tebolla númer tvö. Komin tími til að taka næsta skref, koma sér í föt og vinna hér heima fram undir hádegi lalla síðan á skrifstofuna. Eins og ég hef lofað mun ég blogga um Íslandsferðina, ég bara hef ekki haft tíma. Bý hann til á næsta sólarhring. Ég hef verið að læra markmiðssetningu og hvernig maður á að ná markmiðum sínum svo nú er Íslands blogg markmið næstu 24 tíma. Hvernig ég nálgast það verður svo minn skóli. Eigið góðan dag!!! 

Fært undir Blogg.

Ein ummæli við “Endalaus rigning.”

  1. Dísa og co. ritaði:

    Velkomin heim,
    Það var frábært að eiga kvöldstund með þér og við hlökkum til næst.