Fegurð

Ég má til að segja ykkur frá nokkru sem  gerðist hér fyrir helgina. Nýkjörin fegurðardrottning í Cantebria sem er fyrir norðan, var svift titlinum þegar í ljós kom að hún á 3ja ára son. Fegurðardrottningar meiga ekki eiga börn. Hvað gerist svo. Sjálf ríkisstjórn Spánar hefur kært framkvæmdaraðila keppninnar til dómsyfirvalda og krefst þess að stúlkan fái titilinn aftur. Annað sé brot á mannréttindum. Hún hafi ekkert brotið af sér sem saknæmt sé. Ég er mjög ánægð með mína menn. Sjálf hef ég aldrei haft á móti fegurðarsamkeppnum, þrátt fyrir að vera stundum kölluð Rauðsokka, og gleðst barafyrir hönd ungra kvenna sem halda fögrum línum hvort heldur er fyrir eða eftir barnsburð.

Erum á heimleið enda klukkan orðin rúmlega 21.00. Ekkert pasta í kvöld, ekkert annað heldur því ég fer í magaspeglun á morgun og þarf því að fasta frá miðnætti.

Fótboltinn er byrjaður í sjónvarpinu og ég vil helst ekki missa af miklu.

8 dagar þar til ég kem!!! 

Fært undir Blogg.

3 ummæli við “Fegurð”

  1. Jóna Helga ritaði:

    Hæ skvís…þetta er leiðinlegt með þína bjúti-kvín. Eins gott að þú fastar fyrir magaspeglun, annars hefð doksi séð allt pastað og annað gutl.

  2. Þórey ritaði:

    Heyrðu Kristín. Mikið bókuð segir þú á íslandi…humm. Þarf ég að fara að festa einhvern sérstakan dag ;) Ég hafði nefnilega í hyggju að hitta þig yfir eins og einu til tveim rauðvínsglösum…

  3. Guðmundur Óskar ritaði:

    Þórey, ég skal sleppa því að hitta hana svo þú getir það í staðinn á þeim tíma sem ég hefði annars gert það.