Lítill frændi

Helstu fréttir dagsins í dag eru þær að Ingvi Björn bróðursonur minn og unnusta hans hún Karen eignuðust lítin dreng í morgun. Hann er þriðja barnabarn Þórðar og Kristínr á hálfu ári. Samhentir bræður á þeim bæ. Og mamma búin að fá fjögur langömmu börn á innan við ári. Mikið verður gaman að koma og hitta allt þetta litla fólk.  Annars er ég eitthvað andlaus í dag, hef haft mjög mikið að gera við þýðingar í tvo daga. Það er ný vefsíða að fara í loftið svo álagið er töluvert.

Hei. Strákarnir voru að kalla á mig í pásu niður á bar, svo ég er bara farin.  

Komin af barnum og búið að skála fyrir nýjum frænda og foreldrum hans.  Ég ætla að halda áfram að vinna þar til Gabriel kemur úr skólanum eftir ca.klukkutíma. 

Hafið gott kvöld.

Fært undir Blogg.

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.