Tíska og fatanúmer.

Ég veit að ég bloggaði í dag, en nú er ég ein heima (bóndinn á fundi) og mundi að ég ætlaði að vera búin að segja ykkur hvað ég er stolt af Spánverjum þessa dagana. Í oktober s.l. þegar tískusýningarnar voru í Madrid og Barcelona, var ákveðið að setja reglur um þyngd sýningarstúlkna. Kom þetta í kjölfar mikilla umfjöllunar um heilsufar þeirra svo og dauðsfalla af völdum átröskunar. Þessu var vel tekið og fleiri þjóðir gerðu eins. En nú hafa Spánverjar tekið stærra skref. Eftir áramótin var samþykkt reglugerð sem krefst þess að sýningarfólk nái ákveðnum líkams stuðli til að fá að ganga plankana. Sama reglugerð bannaði stúlkum undir 14 ára aldri að vinna sem sýningarstúlkur á sýningum tískuhúsanna og undir 16 ára mega ekki vinna eftir miðnætti. Það sem meira er, í landi vínmenningar er bannað að hafa vín þar sem stúlkurnar/drengirnir halda til og skipta um föt. Nú má eingöngu hafa ávaxtadrykki og hollt snakk. Allir vita jú að kampavín hefur verið orkudrykkur þessa fólks í gegnum árin. Heimildir um það má m.a. finna í bók Maríu Guðmundsdóttur fyrrum fegurðardrottningar. En Spánverjar létu þetta ekki duga, ef grunur leikur um að sýningarstúlka sé haldin átröskun skal henni strax vera komið til hjálpar, þetta er á ábyrgð umboðs skrifstofanna. OG áfram hélt það. Nú er öllum fataframleiðendum skilt að fara eftir stöðluðum stærðum(eins og í gamla daga) 38 er 38 en ekki eins og verið hefur að hægt var að skjóta sér á bak við ítalskar, franskar…stærðir, eftir allt er lítill sem enginn munur á konum þessara landa. Allar gínur tískuvöruverslananna skulu vera í stærð 38. Nú er stór tískusýning í Madrid og hefur sjónvarpið verið að tala við tískuhönnuði ofl. um þessar reglur. Það gleðilega er að allir hafa líst yfir ánægju með að kominn sé “stuðull”. Sama gerðist þegar reglugerðin var samþykkt, fataframleiðendur glöddust og sendu frá sér tilkynningu þar sem þessu var fagnað. Svo vonandi verður farið að taka betur á þessum málum.                             Að ég svo tali nú ekki um líta-aðgerðirnar. En sleppum því, hver veit nema ég eigi eftir að fara í lyftingu og allt í lagi með það því ég er ekki lengur undir 30. Læt ykkur vita ef af verður.

Fært undir Blogg.

Ein ummæli við “Tíska og fatanúmer.”

  1. Þórey ritaði:

    Ég var búin að lesa um þetta mál spánverja í íslenskum fréttum. Gladdist mjög. Aðeins of mikið rugl búið að vera í þessum bransa undanfarin ár, með tilheyrandi djammi, dópi og átröskunum…