Ráðhúsið

Fimmtudagur og ég sit fyrir framan Ráðhúsið eins og alltf þegar ég er við tölvuna á skrifstofunni. Þórey svaraði skrifum mínum í gær og spurði hvort það, Ráðhúsið væri ekki ljót bygging. Gaui hefði sagt sér það þegar verið var að byggja húsið. Nei,þetta er hin skemmtilegasta bygging, reyndar finnst mér það fallegt. Það hefur bara einn galla sem er að sólin endurkastast frá gluggum þess í augun á mér fyrst á morgnanna. Við  hér á Benidorm vorum mjög ósátt við þessa byggingu í upphafi, aðallega þar sem hún er staðsett í stærsta skrúðgarðinum hér og fólki fannst skömm af því að taka svo stóran hluta garðsins undir þetta minninsmerki borgarstjóra. Nú eru allir sáttir og glaðir með glerhöllina. Garðurinn er góður fyrir minnismerki, hljómleikasvæðið í garðinum heitir eftir Julio Iglesias og þarna má finna minnisvarða af ýmsum toga.

Annars er ég hálf döpur.  Æskuvinur minn lést um daginn, sem mér finnst óréttlátt, við erum enn svo ung. Síðan var spænska þjóðin slegin í gær þegar fréttir bárust af því að yngsta systir erfðaprinsessunnar okkar hefði fundist látin á heimili sínu aðeins 32 ára. Nú bíðum við öll eftir formlegri tilkynningu frá hirðinni um dánarorsök. Svo var í fréttum í morgun að kona var myrt í gær af fyrrum sambýlismanni sínum, var það 8 konan á  árinu sem er rétt að byrja.

En lítil vinkona okkar á eins árs afmæli í dag. Til hamingju Katla mín.

Fært undir Blogg.

Ein ummæli við “Ráðhúsið”

  1. Haukur og Bogga ritaði:

    já .. ég get alveg verið sammála þér kristín þetta er alls ekki ljót bygging hún hefur ákveðin sjarma