Rauðsokkublogg
30. janúar 2007 — spanjolaJa hérna.
Ég las á bloggi Þóreyjar vinkonu næst yngsta afkvæmis míns að mamma væri komin með “rauðsokku blogg”. Bíddu bara strákur, ég er rétt að byrja.
Annars finnst mér merkileg frétt í mbl.is í dag að matarkarfa á Spáni er 170% ódýrari en á Íslandi. Áður en ég las þetta vorum við stelpurnar á skrifstofu Espis að tala um hvað föt hafa lækkað í verði hér á Spáni. Ég fór í morgun að kaupa mér hnéhá leðurstígvél fyrir heimsókn mína til fósturjarðarinnar í mars, keypti rosa flott stígvél með pinnahælum og mjórri tá. 34€ borgaði ég fyrir, og það er alveg hægt að taka feil á mér og Victoriu Beckham þegar ég er komin í þau og stutt pils. Bíðið bara… Svo er annað mál hversu prattísk þau eru á fósturjörðinni í mars. Alla vega er vafamál að ég geti notað þau til gönguferða með Uglum þegar við förum í sumarbústaðinn í Ölvusborgum. Mamma á örugglega hentugan skófatnað til að lána mér, fer bara í ullarsokka og þá er ég klár.
Loforðið um pólitísk skrif er enn í frestun, það er gert til að halda spennunni og byggja upp aðdáendahóp!
Sjöfn ugla, ábendingar um málfræðivillur svo og klaufalega setningu, því ég er kanske búin að gleyma einhverju í setningafræði eru vel þegnar.
Lovísa ugla, hvað finnst þér umframboð Höllu til formanns KSÍ?
Nóg í bili.
30. janúar 2007 kl. 15.48
Þú verður mesta pæjan á íslandi í þessum stígvélum. Allt í lagi með veðrið í mars held ég. En varðandi næst yngsta afkvæmið, þá held ég hann sé rauðsokka í eðli sínu og sé í afneitun.
Útlitið á síðunni er flott
1. febrúar 2007 kl. 8.35
Elsku Kristín okkar. Þú getur fengið fína skó og ullarsokka hjá okkur í Fjallakofanum. Þegar þú ætlar ekki að vera pæja í Ölfusborgum.