Vetur á Benidorm

Hér sit ég við Miðjarðarhafið, sunnudagur og allir í afslöppun. Veturinn heimsótti okkur í vikunni með rigningu og hrapandi hitasitgi. Sl. sunnudag var 26C og sól, í dag grár himinn og 11C. Svona er nú veturinn hér en vonandi stoppar hann stutt. Hitinn fór til Íslands held ég bara. Annars er ég búin að fara út og tína tómata í salatið og dást að blómunum mínum og trjánum sem allt er í blóma. Þetta er sá tími þegar plönturnar eru hvað fallegastar og litadýrðin á terrasinu okkar stórkostleg.

Eitt af þeim málum sem tekið hafa mest pláss í fréttum þessa viku er hriðjuverkamaður ETA sem setið hefur í fangelsi 18 ár fyrir morð á 25 manns ásamt fleiri glæpum sem hann hefur á samviskunni. Hann var á sínum tíma dæmdur í 3000 ára fangelsi,já 3000 ár, en nú finnst þessum náunga að hann sé búin að sitja nógu lengi innilokaður og vill út. Hann fór í hungurverkfall sem staðið hefur í tvo mánuði og leitt til þess að hann er nú á sjúkurahúsi. En…yfirvöld kölluðu saman 17 dómara til að skoða mál hans og ákveða hvort hann mætti vera heima hjá fjölskyldu sinni þar til hann nær heilsu á ný. Allir stóðu á öndinni og biðu dómsúrskurðar sem var á þá leið að hann skildi ekki út. Hefði dómur fallið á annan veg hvað værum við þá að kalla yfir okkur? Allir fangelsaðir ETA menn og konur sem færu í hungurverkfall til að komast undan refsingu.

Annars eru allir þokkalega kátir,75% af landsmönnum eru misilla innilokaðir vegna snjóa,börnin komast ekki í skóla og á mörgum stöðum eru gömlu góðu keðjurnar komnar í lög. Þeir sem hætta sér út á bílnum án keðja eiga sekt yfir höfði sér. Annars er þetta ekkert grín, margir,allt of margir hafa látist í umferðarslysum þessa viku.

Gabriel er að sofa “siestu” og það fer að koma að því að ég veki hann reyni að fá hann til að hjálpa mér með breytingar í einu af herbergjunum. Við erum að koma okkur upp skrifstofu aðstöðu, það hefur tekið ótrúlega langan tíma en nú sér fyrir endann á verkinu, þ.e. ef síestunni líkur fljótlega. Það er ófært að vera alltaf með tölvuna á borðstofuborðinu.

Fært undir Blogg.

5 ummæli við “Vetur á Benidorm”

 1. Þórey ritaði:

  Hæ hæ. Gaui var að senda mér slóðina á nýju fínu síðuna þína. Til hamingju með að vera byrjuð að blogga. Ég verð dyggur lesandi skal ég þér segja. Hlakka til að hitta þig í febrúar og fá mér rauðvínsglas með þér. Og fyrst þú ert komin þetta langt í tæknivæðingunni, þá er ekkert sem heitir…verður að koma þér upp msn, svo ég geti spjallað við þig ;)

  Kveðja Þórey

 2. Magga ritaði:

  Sæl Krístín og til hamingju með síðuna. Ég mun fylgjast með þér og lífinu og tilverunni hjá ykkur. Þó að hitamælirinn í bílnum mínum í morgun hafi sýnt 8 stiga hita þá fer ekkert fyrir blómaskrúðinu og ekki er hægt að tína ávexti eða grænmeti utandyra og það er bara kolniðamyrkur og birtir sennilega lítið í dag út af rigningarsudda. Mikið er ég ánægð þið eruð ekki í snjó og hálku en ég vorkenni þeim sem eru óvanir að lifa við það. Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur til okkar. Kveðjur til ykkar allra. Magga

 3. Dísa ritaði:

  Til hamingju með bloggið ég kem til með að skoða það reglulega og láta mig dreyma um blóm og tómata.

 4. Hafdís ritaði:

  Hæ og takk fyrir þessa lifandi lísingu,hugurinn reikar og manni fynnst maður vera staddur á terrasinu hjá þér.
  Hér er pottaveður en það verður víst ekki lengi, spáð kólnandi.
  Ég hlakka til að sjá þig.Bestu kveðjur til allra.Þið eruð frábær.
  Hafdís

 5. Sigga Rúna ritaði:

  Hæ skvísa og til hamingju með bloggið. Gott hjá þér að byrja á þessu, svona eru dagbækur nútímans. Og við tvíburarnir höfum víst alltaf eitthvað til málanna að leggja…. Við Tara Kristín fylgjumst með ykkur og hlökkum til að sjá þig í mars. Kveðjur til strákana. Sigga og Tara.