Hvað er efst á baugi í dag?

Ég fór að lesa blogg á mbl.is og eins og alltaf kenndi þar ýmissa grasa. HVAÐ? eru menn enn að nota hálfnakta kvenmannslíkama til að auglýsa vörur? heimur versnandi fer.

Flugleiðir halda uppteknum hætti og byggja auglýsingar sínar erlendis upp á skemmtanalífi landsmanna og augljóslega fylgja konur pakkanum.

Og þetta á 100 ára afmælisdegi Kvennréttindafélagsins.

Ég þarf að hugsa þetta betur. Ætla út að versla og verð kanske skýrari í kollinum á eftir.

Fært undir Blogg.

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.