Dagur 12.

Sunnudagur.

Fótboltasnillingurinn okkar fer á æfinguklukkan 11.00. Pabbinn, Gabriel og ég erum tilbún að fylgja honum og vera áhorfndur, Og við urðum ekki fyrir vonbrygðum, Óskar Marinó skoraði 3 af 4 mörkum sem hans liði tókst að skora :-)

Restinni af deginum eyddum við Gabriel í síðustu innkaupin og síðan borðaði fjölskyldan saman heimagerðar pizzur.

Síðasta kvöldið okkar í Álaborg. Við höfum átt dásamlegan tíma hér og hlökkum til að koma aftur. Reyndar förum við ekki fyrr en annað kvöld, en morgundagurinn fer í að pakka hjá okkur, Óskar Marinó verður í skólanum og foreldrarnir við vinnu.

Næsta blogg verður frá Benidorm, en þar mun bíða okkar litla ömmustelpan Tara Kristín og pabbi hennar. Mamma, Sigga Rúna er í erfiðum prófum og feðginin koma til Benidorm á morgun, nokkrum tímun á undan ömmu og Gabríel. Svo það verður áframhaldandi ömmuleikur hjá mér. Ó, ég hlakka svo til :-)

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 11.

Laugardagur. (gætrdagurinn). Í dag eigum við pantað borð á fínum veitingastað til að borða Dansk Julefrukost.

Allir voru tílbúnir í tíma, klæddir eins og jólin séu í dag. Við mættum á staðinn og var fylgt að borðinu okkar, og hvað…fengum við ekki bara besta borðið í salnum, með útsýni yfir göngugötuna fyrir neðan (við vorum á annari hæð) og í þessu líka flotta horni, alveg privat eins og kóngafólkið. Hvílíkt jólahlaðborð, við höfðum aldrei séð annað eins. Ég var bún að fara víða og skoða hvað var í boð áður en þassi staður var ákveðinn. Ekkert okkar á orð til að lýsa deginum.

Þegar við komum heim fengum við okkkur heitt súkkulaði og síðan sofnuðu flestir, ekta spænskur helgardagur.

I love Denmark :-)   

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 10.

Loks er hætt að rigna. Allavega í bili. Fyrst þegar ég fór fram úr, rétt undir morgun, var snjóföl yfir öllu. Ekkert að gera annað en skríða uppí aftur, enda klukkan ekki orðin 7.

Komin á fætur og til í allt. Tony keyrði okkur um borgina til að sýna okkur hin ýmsu hverfi. M.a. skoðuðum við hverfið þar sem aðallinn reysti herragarða á 19. öld. Það var vinsælt þá að ríkt fólk sem bjó í Kaupmannahöfn reysti sér stóra herragaða í Álaborg. Þetta var eins og að detta inn í gamla rómantíska sveitasögu, að virða gamla tímann fyrir sér og gleyma umhverfinu utan við þetta ævintýraland.

Toný lét okkur út í miðbænum og við gengum og gengum og skoðuðum fallegu húsin, þröngar göturnar, fólkið og búðirnar. Borðuðum smörrebröð og gleymdum heiminum utan við Álaborg. Ég get ekki hætt að dást að gamla bænum. Tók myndir af húsum og ýmsu fleiru sem fallegt er.

Óskar Marinó er komin í helgarfrí og margt á dagskrá þessa helgi. Byrjar með dansk julefrukost í hádeginu á morgun.

Eigið góða helgi öll saman :-)

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 9.

Óskar Marinó kom ekki að kyssa ömmu í morgun. Hann hefur líklega verið feiminn þar sem Gabriel var komin í rúmmið til hannar og þeir sáust ekki í gærkvöldi þar sem litli maðurinn var sofnaður áður en hann kom. Það er ansi langt síðan þeir sáust síðast.

Kvöldið var yndislegt. Súpan góða sló í geng eins og við var að búast við sátum lengi við spjall í fallegu stofunni, með kertaljós allt um kring.

Hvað skal gera í dag? Jú, ég hafði nú ætlað mér að  sýna Gabriel bæinn og eins gott að standa við það. Við ákváðum að ganga, það tæki varla meir en 45 mínútur. Í hellirigningu héldum við af stað…bölvað rok er þetta, rigningin ein nægir. Við héldum sem leið liggur upp hæðina og niður hinum megin. Vorum komin að flottu einbýlishúsunum hér rétt fyrir neðan þega við sáum strætó. Hoppuðum rennblaut upp í hann og sátum sem fastast þar til hann stoppaði í miðbænum. Ekki gátum við nú mikið skoðað vegna rigningarinnar svo við settumst inn á fallegann veitingastað og fengum okkur að borða. Gamalt hús í þröngri götu, málað bleikt. Þar sátum við svo í klukkutíma, svona að spænskum sið, og fylgdumst með fólki koma og fara og horfðum út á skautasvell sem er þar fyrir utan. Það er svo gott að borða í Danmörku.

Eftir að heim kom, fóru karlmennirnir í skoðunarferð og við dömurnar dáðumst að Gestgjafanum sem dottið hafði í póstkassan fyrr um daginn, svo og öðrum fallegum blöðum.

Bara að við þyrftum ekki að fara heim aftur ;-)

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 8.

Dagurinn í dag hófst eins og allir dagar með kossi frá ömmustráknum. Hann átti skemmtilegan dag í skólanum og hafði frá ýmsu að segja við heimkomuna. Foreldrarnir þurftu að fara á fund í skólanum hans svo við vorum tvö heima. Okkur líður afskaplega vel saman.

Frænka Tony og fjölkylda sem búa í bæ hér ekki langt frá komu í heimsókn og borðuðu kvöldmat með okkur. Börnin þeirra tvö og Óskar Marinó skemmtu sér mjög vel. Ég nartaði aðeins í salat því ég ætla að borða mexikósku súpuna góðu með Gumma og Gabriel sem bráðum fara að renna í hlað. Klukkan er að verða 22.00 og þeir koma á hverrri mínútu.

Þeir eru mættir :-)

Góða nótt!!!

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 7.

Mánudagur og litlu hendurnar tóku um hálsinn á mér í rúmminu, klæddur í úlpuna og var að fara í skólann. Komin að sækja sinn koss.

Ég dundaði mér heima við ýmislegt þar til tími var komin til að sækja litla manninn í skólann, þá fórum við Gummi og vorum mætt tímalega. Hann kom alsæll út því í gær var fyrsti dagur í jólum eins og hann sagði. Kennarinn var með jólasveinahúfu og Óskar Marinó hafði fengið verlaun því hann var sá sem fann falinn pakka í skólastofunni. Þeim var gefið sælgæti og hollusta. Hér er mikið lagt upp úr hollustu og t.d. var mandarína, ávaxtastangir og fleira góðgæti sem ekki þykir óhollt í pokanum frá jólasveininum sem við hittum um daginn.

Mér var skutlað í bæinn og feðgarnir fóru í vinnuna. Bókasafnið sem Toný les á er í miðbænum. Svo söfnuðumst við öll saman á torgi bæjarins og fórum í innkaupaleiðangur. Gaman, gaman.

Á morgun kemur Gabriel :-)  

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 6.

Fyrsti sunnudagur í Aðventu.

Þegar við mættum klár í Real Madrid fótboltabúning á æfinguna, haldið ekki að það hafi verið badmintonmót og börnin þurft að víkja með sína æfingu.

Svo í staðinn fórum við að skoða nærliggjandi bæi svo mamman gæti lært, því í eftirmiðdaginn ætlaði hún að vera í fríi. Þetta var mjög skemmtileg ferð.

Svo var farið heim til mömmu. Kvöldið áður hafði hún skreytt mjög fallega fyrir aðventuna, lítill kringlóttur rauður dúkur þar sem hún raðaði litlum jólabjöllum sem amma hennar málaði og fleira fallegu ásamt aðventukerti, aðventuljósið komið í stofugluggann. Þegar við komum, útbjó hún heitt súkkulaði og setti ýmisskonar góðgæti á borðið. Kveikt var á aðventukertinu og jólastemming í hámarki.

Eftir að hafa notið veitinganna, fórum við að skoða stórmarkaðinn. Þar var jólasveinn sem talaði  við börnin og gaf þeim poka með ýmsu góðgæti. Mér hafði tekist að finna kaffihús í þessari “Kringlu” sem bauð upp á ekta smörrebröd, og brá mér þangað til að láta eftir mér sneið á meðan fjölskyldan sinnti versluninni. Hreinn unaður :-)

Ámorgun er 1. des. og þá má opna jóladagatalið.

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 5.

Laugardagur 29. nóvember.

Ég kláraði að lesa Óreiða á striga í gærkvöldi. Stórkostleg bók, ekki síðri en sú fyrri.

Dagurinn leið við skoðunarferð og leiki. Um kvöldið eldaði ég einn af uppáhaldsréttum Gumma frá því hann var í foreldrahúsum. Það var mikill fögnuður og vel borðað.

Á morgun ætlar amman með litla manninum á fótboltaæfingu.

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 4.

Í dag er föstudagur og Óskar Marinó fékk frí í skólanum til að vera með ömmu sinni. Það hefur verið alveg himneskt að fá þennan litla fallega mann að rúmminu á hverjum morgni til að kyssa ömmu bless áður en hann fer í skólann.

Allir fjöslkyldumeðlimir verða í fríi frá hádegi. Í dag á að opna jólaland í bænum. Mörg lítil söluhús, tívolí, jólasveinar og jólaálfar. Við héldum öll spennt af stað. Þegar við höfðum verið svolitla stund að skoða okkur um í þessu fallega jólalandi fór að hellirigna, svo við stungum okkur inn á fallegan veitingastað og biðum af okkur rigninguna þar. Þegar komið var fram undir kvöld héldum við heim og amma eldaði Risottoið. Annað var með sveppum, hitt tómat og chili. Sterkt þetta með chilli, en okkur Guðmundi þótti það betra en það með sveppunum.

Kvöldið leið eins og hin á undan, við spjall, sjónvarp, tölvur og lestur. Þetta er sannkölluð hvíldar og gleði dvöl hjá yndislegri fjölskyldu.

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 3.

Þá kom að því að amman fór ein að skoða sig um í bænum. Ég gekk og gekk, hverja skemmtilegu götuna á fætur annari. Uppgötvaði litlar skemmtilegar búðir og fann veitingastaði sem ég einsetti mér að prófa þegar Gabriel kæmi. Nema einn þeirra sem býður upp á þetta líka stórfenglega jólahlaðborð, Dansk julefrukost :-) stökk þar inn til að tala við þjón og fá að skoða staðinn. Hann er svona líka fallegur, svo ég pantaði borð fyrir alla fjölskylduna í hádeginu á laugardaginn. Það sem ég hlakka til…Oh boy.

Einnig fann ég himneska ítalska verslun og keypti þar 2 poka af mismunandi Risotto til að elda handa okkur. Það skyldi gert næsta kvöld og hafa gott rauðvín með.

Ég endaði svo bæjarferðina inn á fallegum bar. Fljótlega varð ég ein með afgreiðslukonunni og tókum við tal saman. Í ljós kom að hún var frá Suður Afríku og hafði búið í Danmörk í 11 ár. Talaði þessa líka fínu dönsku. Ég pantaði hvítvínsglas þegar ég kom inn og fékk eitthvað það fallegasta glas sem ég hef fengið á bar. Sjálft glasið mjög lítið en á háum grænum fæti. Nafni staðarins var grafið í glasið. Ég var heilluð af glasinu og spurði konuna hvað ég þyrfti að borga ef ég bryti glasið. Ekkert…sagði hún, þú mátt eiga glasið til minja um þennan dag. Þar sem hún vinnur bara 2 daga í viku ákváðum við að ég kæmi í heimsókn á fimmtudeginum 3. des. og þá með Gabriel með mér en hann kemur 2. Ég stefni í að eignast annað glas þá :-)

Frábær dagur og gott kvöld í afslöppun með mínu fólki.

Fært undir . Engin ummæli »